Arndís Dúnja gúgglaði sig að réttu svari. Það var Tycho Brahe sem orti til andvana fædds bróður síns. Næsta vísbending hefði verið á þessa leið:
Maðurinn sem um er spurt átti elg. Elgurinn mun hafa dáið á fylleríi þegar hann rambaði ofurölvi niður stiga.
Þriðja vísbending hefði verið: Ekki er vitað hvenær elgurinn brölti niður stigann, en ef marka má fræði mannsins sem um er spurt er líklegra að það hafi gerst 6. nóvember en t.d. 5. eða 7. nóv.
En til þessa kom sem sagt ekki.
Staðan e. 3 umferðir:
1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Arndís Dúnja.
Aðrir minna.
Sjáum til hvenær næsta spurning kemur.