Kannastu við kauða? – Úrslit III umferðar

Arndí­s Dúnja gúgglaði sig að réttu svari. Það var Tycho Brahe sem orti til andvana fædds bróður sí­ns. Næsta ví­sbending hefði verið á þessa leið:

Maðurinn sem um er spurt átti elg. Elgurinn mun hafa dáið á fyllerí­i þegar hann rambaði ofurölvi niður stiga.

Þriðja ví­sbending hefði verið: Ekki er vitað hvenær elgurinn brölti niður stigann, en ef marka má fræði mannsins sem um er spurt er lí­klegra að það hafi gerst 6. nóvember en t.d. 5. eða 7. nóv.

En til þessa kom sem sagt ekki.

Staðan e. 3 umferðir:

1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Arndí­s Dúnja.

Aðrir minna.

Sjáum til hvenær næsta spurning kemur.