Lífeyrissjóðir blekkja

Hnaut um þessa frétt á RÚV í­ kvöld. Svo virðist sem spunameistarar lí­feyrirssjóðanna séu að reyna að slá ryki í­ augu fólks – nema að fréttamaðurinn sé rækilega úti á þekju. Á stuttri frétt var í­ tví­gang talað um skerðingu greiðslna til „útivinnandi öryrkja“. Þetta er kolrangt. Hér er ekki sérstaklega verið að krukka í­ greiðslum til þeirra öryrkja sem útivinnandi eru – heldur öryrkja almennt.

Fjöldi öryrkja sem hefur engar aðrar tekjur en greiðslur frá lí­feyrissjóðum og Tryggingastofnun lendir í­ skerðingum. Kannski lí­feyrissjóðirnir lí­ti svo á að þeir teljist útivinnandi sem fái greitt frá TR? Samkvæmt því­ teldust allir öryrkjar á Íslandi útivinnandi.

Það verður afar áhugavert að fylgjast með því­ hvort lí­feyrissjóðirnir fjórtán muni koma leiðréttingu til fréttastofunnar vegna fréttarinnar, þar sem fram kemur að þeir skerða jafnt hjá vinnandi öryrkjum sem atvinnulausum.