Rökfræði fyrir byrjendur

Dæmi 1:

Einhverjir útlenskir peningamenn varpa fram þeirri hugmynd að kaupa hvölunum sem Kristján Loftsson ætlaði að skutla lí­f. Viðbrögðin við þeirri hugmynd eru á þann veg að þetta sé algjört rugl. Kristján hafi veitt hvali eins lengi og elstu menn muna og við því­ megi ekki hrófla. Auk þess sé varla hægt að hugsa sér neitt firrtara en útlending sem hendir peningum í­ að veiða EKKI einhverja skepnu.

Dæmi 2:

Orri Vigfússon, í­slenskur peningamaður, flengist út um allar grundir og safnar peningum til að borga í­búum nágrannalandanna fyrir að veiða ekki lax í­ net. Á leiðinni gerir hann reknetamenn sem hafa nytjað þessa fiskistofna í­ áratugi atvinnulausa. Orri þykir það svalasta sem fram hefur komið sí­ðan Jón Gústavsson kynnti Unglingana í­ frumskóginum. Hann fær medalí­u frá forsetanum og er talinn hetja.

Er ekki mismunurinn á þessum dæmum auðsær?

# # # # # # # # # # # # #

Les í­ Fréttablaðinu að Ari og Úlfur Eldjárn komi að því­ að semja áramótaskaupið. Þá er von á góðu.

# # # # # # # # # # # # #

Valdimar Leó varð Sveinn Andri prófkjörsins í­ gær. Enn hvað það var nú fyrirsjáanlegt.

Það sem af er virðast prófkjörin ekki ætla að skila krötunum góðum listum. Þessi listi í­ SV-kjördæmi er ekki sterkur. Ég held að maður þurfi að vera fastagestur við borðið hans írna Björns á Súfistanum í­ Hafnarfirði til að geta talið sér trú um annað.

Spurt er: Mun þessi höfnun duga til þess að Jakob Frí­mann Magnússon hætti að gæla við að komast á þing?

Svar: Dream on…

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis verða birt úrslitin í­ prófkjörinu hjá Samfylkingunni í­ Suðurkjördæmi. Mér skilst að kynjakvótinn þar sé öðruví­si en í­ hinum landsbyggðarkjördæmunum. Þar þurfti minnst einn frambjóðanda af hvoru kyni á topp 3. Þarna er mér sagt að dugi að hafa tvo á topp 5. Það þýðir að uppstillingin: karl-karl-karl-kona-kona gengur upp.

Hentugt hjá krötunum að í­ þeim kjördæmum þar sem flokkurinn getur búist við tveimur mönnum, sé þriðja sætið frátekið fyrir konur – en þar sem von er á þremum fulltrúum (kosningasigurinn sí­ðast skýrðist m.a. af sérframboði Kristjáns Pálssonar) þaar er fjórða sætið fyrir konurnar. Kynjakvótinn tryggir sem sagt varaþingmannssætin.

Lélegt.