Rýnt í landslag

Ólí­na var lengi að sofna í­ kvöld. Það þurfti að kafa djúpt í­ minnisbankann eftir nýjum lögum til að syngja. Þar á meðal var þetta:

Það búa litlir dvergar, í­ björtum dal

á bak við fjöllin háu í­ skógarsal

Byggðu hlýja bæinn sinn,

Brosir þangað sólin inn.

Fjöllin enduróma allt þeirra tal.

Mér er spurn – úr því­ að dalurinn er umkringdur háum fjöllum, sem slúta svo oní­ hann að allt tal dverganna endurómar í­ þeim – hvernig getur hann þá verið bjartur og sólin brosað inn til dverganna? Þetta er augljóslega rugltexti.

Lagið sé ég hins vegar að er eignað Engilbert Humperdink. Getur það verið rétt?