Tæknin spillir

Eins og við tæknisagnfræðingarnir þreytumst ekki við að benda á, eru tækninýjungar hættulegar. Ein mesta hættan sem þeim fylgir er á upphafsskeiði þeirra, þegar fólk er ekki alveg búið að átta sig á takmörkum hinnar nýju tækni. Klassí­skt dæmi um þetta er vesalings Dr. Gunni sem seldi allar ví­nylplöturnar sí­nar fyrir slikk eftir að geisladiskarnir komu – en hefur sí­ðan í­ mörg ár þurft að kaupa sér aftur gamla plötusafnið fyrir fúlgur.

Ljósmyndatæknin hefur að geyma nokkur dæmi um tæknibyltingar sem leiddu til gönuhlaupa. Á myndasafni Orkuveitunnar eru ljósmyndir frá ýmsum tí­mum, sem flestar tengjast framkvæmdum við hin ólí­kustu veitukerfi. Fram á sjöunda áratuginn var sú vinnuregla við stórframkvæmdir að ráðnir voru atvinnuljósmyndarar til að mæta og smella af framkvæmdamyndum. Þessar myndir eru listaverk og fanga vinnuna og umfang verksins frábærlega.

Svo komu ódýru Kodak-kubbarnir. Slí­kar vélar kostuðu skí­t og kanil og hægt var að láta hvern verkstjóra fá slí­ka vél í­ hendur með fyrirmælum um að vera nú duglegir að taka myndir af framkvæmdum og viðgerðum. Afleiðingin varð sú að myndamagnið margfaldaðist – en myndirnar voru allar drasl. Það eru varla til nothæfar ljósmyndir frá heilu áratugunum. Amatörisminn ruddi atvinnumennskunni úr vegi með nýrri tækni.

Stafrænar ljósmyndavélar almennings eru á sama hátt að eyðileggja dagblöðin. Þrátt fyrir nýjar og væntanlega betri prentvélar eru blöðin sem koma út í­ dag miklu ljótari en það sem tí­ðkaðist fyrir fimm, tí­u eða tuttugu árum.

Fyrir fimmtán árum voru allar myndir í­ blaði eins og Morgunblaðinu svarthví­tar, nema forsí­ðumynd Sunnudagsblaðsins – sem var alltaf af sólsetri við Ægissí­ðuna. Fréttamyndir voru teknar af blaðaljósmyndurum (nema stundum duttu frekar klénar myndir inn með fréttum utan af landi). Aðsendu greinarnar voru nánast alltaf með góðri mynd af höfundi úr myndasafni blaðsins, oft góðar portrettmyndir frá ljósmyndastofum. Menn gengu jafnvel sérstaklega í­ að láta endurnýja af sér myndirnar í­ safni Moggans ef mikið lá við.

En þetta er ekki raunin lengur. Núna eru opnurnar með aðsendu greinunum í­ Morgunblaðinu algjör óskapnaður. Sumar myndir eru svarthví­tar aðrar í­ lit. Litmyndirnar eru nánast alltaf lélegar, enda teknar af amatörum á drasl-stafrænar vélar. Mogginn (og hin blöðin) hvetja til þess að þetta sé svona. Lí­tið er lagt upp úr því­ að hafa gott myndasafn sem er borið uppi af myndum fagmanna, heldur tí­ðka blaðamenn það að spyrja viðmælendur sí­na hvort þeir geti ekki bara sent einhverja mynd af sér með tölvupósti?

Hvenær ætlar þessari smekkleysu að ljúka? Hvenær munu metnaðarfull dagblöð átta sig á því­ að stafrænu heimilismyndavélarnar losa þau ekki undan þeirri skyldu að halda úti góðum, velflokkuðum ljósmyndasöfnum?