Úff, ekki var sniðugt að vaka til klukkan þrjú í nótt til þess eins að fá sundurlausar fréttir á netinu af þessum bandarísku kosningum. Skil ekki hvers vegna Sjónvarpið var ekki með kosningavöku – nógu mikið fjalla þeir um þessar kosningar í fréttatímunum.
Þau úrslit sem ég beið eftir með mestri eftirvæntingu var í fylkisþingskosningunum í Norður-Karólínu, nánar tiltekið í kjördæmi 116 í Buncombe.
Doug vinur minn frá því í Edinborg var frambjóðandi Demókrata gegn einhverjum slöttólfi úr Repúblikanaflokknum. Samkvæmt heimasíðu þingsins tapaði Doug, en nákvæm úrslit finn ég ekki. Þetta er ergilegt, enda Doug ungur og metnaðarfullur pólitíkus sem hefði átt fullt erindi á þing.