Horfði á Kastljósið fyrr í kvöld. Þar var sá ágæti drengur Jóhann Björnsson sem fulltrúi Siðmenntar að ræða starfsemi presta Þjóðkirkjunnar í skólakerfinu. Jóhann er raunar í framboði í prófkjöri VG á höb.svæðinu og verður vonandi ofarlega þar.
Andstæðingur Jóhanns var Hilmar Ingólfsson skólastjóri í Hofsstaðaskóla. Þegar ég hlustaði á málflutning Hilmars og framsetningu rifjaðist upp fyrir mér hversu gríðarlega vanmetinn stjórnmálamaður Hilmar er.
Fáir menn eiga stærri þátt í því hversu mikið veldi Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í Garðabæ síðustu áratugina.