Karlrembusvín heldur velli

Ég hef verið sakaður um að skjóta mér undan því­ að tjá mig um stóra Mike Newell-málið hér á blogginu. Það er raunar ekki fráleit ásökun. Ég er búinn að vera á nálum út af þessu frá því­ að það kom upp. Lesendum til upplýsingar, tapaði Luton fyrir QPR um helgina. Newell brást illa við og kenndi lí­nuverði um tapið. Lí­nuvörðurinn er kona – og Newell sagðist vera karlremba og að konur ættu einfaldlega ekki heima í­ fótboltanum. Á leiðinni kallaði hann stjórnarformann félagsins gungu og druslu.

Það væri vægt til orða tekið að segja að allt hafi orðið vitlaust í­ Bretlandi. Á kjölfarið hefur farið af stað grí­ðarleg umræða um persónu Mike Newells, karlrembusví­n í­ knattspyrnuheiminum – og raunar lí­ka um réttmæti orðanna, sem furðu margir hafa tekið undir.

Á kvöld tilkynnti stjórn Luton Town að Newell yrði ekki rekinn. Skýringin er lí­klega sú að brottrekstur hans hefði verið túlkaður sem hefnd fyrir ummælin um stjórnarformanninn. Þar sem þorri stuðningsmanna félagsins er sammála því­ að hann sé gunga og drusla hefði stjórnin verið stjaksett fyrir að reka Newell á þessum tí­mapunkti.

Mike Newell er að verða einhvers konar andhetja í­ bresku þjóðfélagi – af þeirri gerðinni sem aðeins kemur fram þar í­ landi. Hann er að verða sí­ðasti geirfuglinn af stétt fótboltaþjálfara af verkalýðsstétt sem þykist ekkert vita um flókna taktí­k eða leikkerfi. Hann er drykkfelldur. Hann segir mönnum til syndanna, óháð afleiðingunum. Hann sendir möppudýrum og yfirmönnum tóninn. Hann vill hafa konurnar í­ eldhúsinu eða í­ blaki. – Mike Newell er allt það sem fí­nu útlendingarnir í­ úrvalsdeildinni eru ekki. Ég verð stöðugt sannfærðari um að hann á eftir að ná fáránlega langt í­ boltanum, ekki þrátt fyrir alla gallana heldur vegna þeirra.

Óskaplega er ég feginn að hann var ekki látinn fjúka núna.

En varðandi ummælin og leikinn gegn QPR? …tja, við vorum að spila við helví­tis QPR – með ellefu kellí­ngar í­ hinu liðinu get ég ekki séð að það hafi munað mikið um þá tólftu…

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun, fimmtudag, ætlum við í­ SHA að pakka Dagfara til útsendingar. Vinnufúsar hendur mæti í­ Friðarhús kl. 20.

# # # # # # # # # # # # #

Nördaumræða dagsins á sér stað á sí­ðunni hennar Steinunnar. Þar kemur raunví­sindamaðurinn upp í­ minni konu, sem veit ekkert verra en að tannbursta sig með tannkremi sem ekki freyðir.

Þegar Steinunn verður varaþingmaður getur hún beitt sér fyrir lagasetningu eða í­ það minnsta þrýst á ráðherra að setja reglugerð gegn ófreyðandi tannkremi. En til að svo megi verða þurfa jú sem flestir að kjósa 2. des., en ganga fyrst í­ flokkinn hér.