Ég hef verið sakaður um að skjóta mér undan því að tjá mig um stóra Mike Newell-málið hér á blogginu. Það er raunar ekki fráleit ásökun. Ég er búinn að vera á nálum út af þessu frá því að það kom upp. Lesendum til upplýsingar, tapaði Luton fyrir QPR um helgina. Newell brást illa við …
Monthly Archives: nóvember 2006
Vanmetinn stjórnmálamaður
Horfði á Kastljósið fyrr í kvöld. Þar var sá ágæti drengur Jóhann Björnsson sem fulltrúi Siðmenntar að ræða starfsemi presta Þjóðkirkjunnar í skólakerfinu. Jóhann er raunar í framboði í prófkjöri VG á höb.svæðinu og verður vonandi ofarlega þar. Andstæðingur Jóhanns var Hilmar Ingólfsson skólastjóri í Hofsstaðaskóla. Þegar ég hlustaði á málflutning Hilmars og framsetningu rifjaðist …
Fimm árum eftir sveðjumanninn
Á kvöld eru fimm ár liðin frá því að óður maður gekk berserksgang með sveðju að Hringbraut 119, eins og lesa mátti um í helstu fjölmiðlum. Sami óknyttadrengur ók í gegnum bílskýlishurðina í bílageymslunni þetta kvöldið og rústaði henni. Hreinn gjaldkeri varð miður sín og skrifaði væntanlega sérstakan pistil í húsfélagspóstinn að þessu tilefni. Þetta …
Til varnar ISG
Pólitísku spjallþættirnir munu næstu vikuna snúast um prófkjörið hjá krötunum og þá sérstaklega slappa útkomu formannsins. Það er kostulegt að fylgjast með leikritinu sem Ingibjörg og Össur leika. Hann þykist voða hissa og ánægður með stuðninginn, hún lætur eins og ekkert sé og segir að prófkjör séu svona óútreiknanleg. Bæði eru þau augljóslega að ljúga. …
Á morgun, laugardag…
* …ætla ég að lesa prófarkir. Dagfari er á leið í prentun. Meira um það síðar. * …verður Ólína send í pössun til afa síns og ömmu, þar sem hún mun gista. * …munum við Steinunn fara út að borða til að fagna fimm ára afmælinu okkar sem verður í næstu viku. * …klukkan ellefu, …
Minn maður tapaði
Úff, ekki var sniðugt að vaka til klukkan þrjú í nótt til þess eins að fá sundurlausar fréttir á netinu af þessum bandarísku kosningum. Skil ekki hvers vegna Sjónvarpið var ekki með kosningavöku – nógu mikið fjalla þeir um þessar kosningar í fréttatímunum. Þau úrslit sem ég beið eftir með mestri eftirvæntingu var í fylkisþingskosningunum …
Tæknin spillir
Eins og við tæknisagnfræðingarnir þreytumst ekki við að benda á, eru tækninýjungar hættulegar. Ein mesta hættan sem þeim fylgir er á upphafsskeiði þeirra, þegar fólk er ekki alveg búið að átta sig á takmörkum hinnar nýju tækni. Klassískt dæmi um þetta er vesalings Dr. Gunni sem seldi allar vínylplöturnar sínar fyrir slikk eftir að geisladiskarnir …
Prófkjörsúrslitin
Glæsilegt hjá félaga Róbert að taka þriðja sætið hjá krötunum, þrátt fyrir að koma seint inn í slaginn og hafa minna bakland en sitjandi þingmenn. Það er mikill munur að fá Róbert í forystusveit Samfylkingarinnar en losna við Jón Gunnarsson, sem hefur einkum varið þingmannsferli sínum í að reyna að skæla út áframhaldandi hersetu. Ég …
Réttur
Fyrir svefninn í gær las ég í fyrsta heftinu af Rétti, sem Þórólfur í Baldursheimi gaf útgáfu á 1916. Þetta er verulega óvenjulegt blað fyrir sinn tíma. Fjallar nær einvörðungu um pólitík í víðum skilningi og einkum um hugmyndafræði í staðinn fyrir sjálfstæðisbaráttustaglið sem komið var í algjöra blindgötu á þessum árum. Markmið Þórólfs var …
Rýnt í landslag
Ólína var lengi að sofna í kvöld. Það þurfti að kafa djúpt í minnisbankann eftir nýjum lögum til að syngja. Þar á meðal var þetta: Það búa litlir dvergar, í björtum dal á bak við fjöllin háu í skógarsal Byggðu hlýja bæinn sinn, Brosir þangað sólin inn. Fjöllin enduróma allt þeirra tal. Mér er spurn …