Steinunn stóð fyrir sínu í prófkjörinu hjá VG í gær. Hún stefndi ákveðið á eitt af fjórðu sætunum, sem þýddi sæti 10-12. Hún hafnaði í 11. sæti með 461 atkvæði. Alls kusu 1093, en sumir kjósendur völdu bara 9 nöfn svo heildarfjöldi atkvæða í neðstu sætin var nokkuð lægri.
Samkvæmt kynjakvótareglum prófkjörsins ætti Steinunn reyndar að fara niður um sæti, enda 7 konur í 12 efstu sætunum. Á ljósi þess hversu miklu munar á henni og næsta karli er ég þó ekki viss um að látið verði á það reyna.
Úrslitin voru í öllum aðalatriðum eins og ég hefði sjálfur kosið. Ég hefði e.t.v. viljað sjá 1-2 frambjóðendur lenda ofar á blaði, en þetta verða flottir listar.