Á Mogganum í morgun skrifar Reynir Traustason grein þar sem hann svarar ávirðingum frá lækni nokkrum. Athygli vekur að Reyni sárnar sérstaklega að læknirinn hafi látið þess getið að ritstjórinn gengi um með ankannalegt höfuðfat. Telur Reynir að með þessu sé látið að því liggja að hann sé afstyrmi.
Nú hélt ég að það væri þjóðarsátt um að hatturinn hans Reynis Traustasonar teljist skringilegur höfuðbúnaður. Sannast sagna hélt ég að ritstjóri ísafoldar teldi það einmitt vera sérstakt sport að ganga um með skrítinn hatt.
En nú er sem sagt komið í ljós að Reyni finnst hatturinn einfaldlega flottur og verður sár ef einhver fettir fingur út í fatasmekk hans.