Á gær rakst ég á gamansögu sem ég held að ég hafi fyrst lesið í Íslenskri fyndni. Af samhenginu þar sem hún er núna birt má ætla að hún sé frá fyrri hluta nítjándu aldar.
Það kemur mér nokkuð á óvart, þar sem í sögunni er orðið dráttur notað í merkingunni kynmök. ín þess að hafa sérstaklega velt því fyrir mér fyrr, hefði maður haldið að þetta væri miklu yngra slanguryrði.
Nú veit ég að fjöldi íslenskufræðinga lúsles þessa síðu. Gaman væri því að fá að vita:
Hversu gömul er þessi merking orðsins dráttur? Af hverju skyldi hún vera dregin? Og eru sambærileg orð notuð í þessari merkingu í granntungunum?
# # # # # # # # # # # # #
Glæsilegur sigur hjá Safamýrarstórveldinu í bikarnum í kvöld. Það er vel af sér vikið að vinna á Akureyri. Þá er bara að komast í bikarúrslitin og redda fjárhag handboltadeildarinnar þetta árið.
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld byrjuðum við Sverrir að fara yfir heimaprófið nemendanna okkar í vísinda- og tæknisögunni. Kláruðum að mestu eina spurningu af þremur. Það væri fínt að ná hinum tveimur í þessari viku, áður en ritgerðirnar byrja að detta inn.