Til útvarps

Held að Radí­us-bræður hafi búið til orðasambandið að vera til útvarps. Það var ágætis frasi.

Á gær var ég til útvarps, í­ Samfélaginu í­ nærmynd. Þetta eru skemmtilegustu viðtölin sem ég fer í­, því­ dagskrárgerðarfólkið í­ þeim þætti er alltaf búið að lesa sér til um efnið og undirbúa sig að öðru leyti. Hægt er að hlusta hér á afurðina.

Umfjöllunarefnið var gamla Gasstöðin, enda Orkuveitan að koma upp gaslögn frá sorphaugunum í­ Gufunesi. Eftir henni verður metangas flutt til bensí­nstöðvar ESSO. Ætli það séu ekki svona 40 metangasbí­lar í­ borginni.

Ekki veit ég hvað sorphaugarnir gefa af sér mikið gas, en mér skilst að verið sé að kanna þann möguleika hvort unnt sé að framleiða gas úr skólpi höfuðborgarbúa. Stóra vandamálið í­ því­ efni er ví­st hversu þunnt skólpið er, því­ við veitum svo miklu vatni út í­ skólpkerfið. Til stendur að fara í­ rannsókn á þessu á næstu misserum.

Það er á stundum sem þessum sem ég er þakklátur fyrir að hafa farið í­ sagnfræðina en ekki í­ náttúruví­sindi. Ætli það sé skemmtilegt að fá spruningarnar í­Â jólaboðunum um hvað maður sé að sýsla og svara með: „Ég er í­ óskaplega spennandi verkefni við að rannsaka þéttleika á skólpi!“

# # # # # # # # # # # # #

Samgönguráðherra lofar jarðgöngum milli Bolungarví­kur og ísafjarðar, tekur vel í­ tvöföldun Suðurlandsvegar og í­ morgun mátti lesa að hann vill þreföld gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut.

Fyrsta framkvæmdin er auðvitað nauðsynleg, enda Óshlí­ðarvegurinn stórhættulegur. Hitt er annað mál að engin ástæða er til að flana að neinu. Menn eru greinilega ekki sammála um það fyrir vestan eða innan Vegagerðarinnar hvaða leið eigi að fara. Stundum er skynsamlegra að bí­ða aðeins og klára dæmið almennilega, eins og sveitarstjórnarmenn fyrir austan eru nú að benda á varðandi Hvalnes- og Þvottárskriðurnar.

Varðandi tvöföldun Suðurlandsvegarins hef ég lí­ka miklar efasemdir. Tvöföldun vegarins (og meira að segja tafarlaus tvöföldun sem þolir enga bið!) er orðið trúaratriði hjá mörgum. Það er greinilegt að sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa miklar efasemdir, sem ráðherra er fullkunnugt um – en þorir ekki að synda gegn straumnum.

2+1 leiðin með vegriðum er miklu ódýrari en tvöföldun og á að tryggja öryggi vel. Vissulega geta menn ekki keyrt alveg eins og baví­anar á 130 km/klst allan ársins hring – en það má heldur ekki gleyma því­ að Hellisheiðin er fjallvegur og getur smkv. skilgreiningu ekki verið greiðfær eins og Sæbraut í­ janúar/febrúar.

Einn helsti gallinn við tvöföldun er sá að fyrir vikið þurfa öll gatnamót að vera mislæg með slaufum og öllu tilheyrandi. Það þýðir að kosta þarf hundruðum milljóna til fyrir tengingu við hvern smáafleggjara sem nánast engir nýta. Þessir smávegir fara gjörsamlega framhjá manni í­ dag, en eru þó furðumargir – eins og sjá má á nýja Keflaví­kurveginum.

Varðandi þriggjahæða gatnamótin á Miklubraut/Kringlumýrarbraut er ég heldur ekki sannfærður. Ég hef ekið þessi gatnamót á hverjum morgni til vinnu í­ nærri tí­u ár og get ekki séð betur en að breytingarnar sem gerðar voru á þeim núna sí­ðast sví­nvirki.

Fyrir umferðina sem kemur austan úr bæ eru þessi gatnamót ekki stóra vandamálið, heldur mót Miklubrautar og Lönguhlí­ðar. Fyrir þá sem koma eftir Kringlumýrarbrautinni að sunnan gæti munað eitthvað um svona mannvirki, en mót Suðurlandsbrautar/Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eru stærra vandamál, sem myndi bara aukast við þessar breytingar.

Annars velti ég því­ fyrir mér varðandi Lönguhlí­ðar-gatnamótin hvort ekki mætti draga úr umferðarteppunni með því­ að fækka beygjumöguleikunum? Nú má ekki lengur keyra inná Miklubraut af Rauðarárstí­g og sú breyting virðist ekki hafa valdið miklum vandræðum. Hvað með Lönguhlí­ðina í­ þessu efni? Nú er þegar búið að þrengja suðurhluta hennar til að draga úr umferðarþunga.

Hvers vegna ekki að loka fyrir gatnamótin á þann hátt að hægt verði að beygja inn á suðurhluta Lönguhlí­ðar ef ekin er Miklabraut til austurs og á sama hátt verði þar hægt að komast inn á Miklubrautina. Norðurhluti Lönguhlí­ðar verði svo einungis fyrir þá sem keyri Miklubraut til vesturs? (Nota bene: ég fer sjálfur af Lönguhlí­ð inn á Miklubraut til austurs á hverjum degi, svo þessi tillaga er augljóslega ekki til hagsbóta fyrir sjálfan mig.)