Á ljósi harðra viðbragða sem fyrsta spurning þessarar keppni hefur vakið – þar sem ýmsir eru afar ósáttir við að ekki hafi verið spurt um manneskju af holdi og blóði, hef ég ákveðið að flýta birtingu 2. spurningar sem hafði þó verið boðuð í fyrramálið.
Konan sem spurt er um gegndi ráðherraembætti í heimalandi sínu um nokkurra ára skeið. Hún hefur tvívegis boðið sig fram til forseta, án þess þó að hafa árangur sem erfiði. Á fyrra skiptið hafði framboð hennar þó talsverð áhrif á úrslitin en í seinna skiptið lýsti hún yfir stuðningi við annan frambjóðanda í miðri kosningabaráttu. Hún varð engu að síður ekki neðst í þeim kosningum.
Beðið er um beðjunafn.