Ein þeirra bóka sem ég hraðlas um mánaðarmótin nóvember/desember var endurminningabókin Undir hamrastáli, þar sem séra Sigurjón Einarsson rekur uppvaxtarsögu sína og rifjar upp gamlar sögur úr Arnarfirði.
Það var erfitt að njóta lestursins í öllum þessum flýti. Núna er ég hins vegar að lesa bókina á nýjan leik og kann vel að meta. Óhætt er að mæla með þessari endurminningabók fyrir þá sem hafa áhuga á slíkri lesningu.
# # # # # # # # # # # # #
Borgaryfirvöld eru í uppnámi yfir spilavíti Háskólans í Mjóddinni. Mjóddin er víst skilgreind sem „fjölskylduvænt umhverfi“.
Ekki hefur borgin hins vegar séð ástæðu til að amast við spilakassastaðnum sem rekinn er við Hlemm – sem þó er aðalstrætisvagnamiðstöð borgarinnar. Ég á dálítið bágt með að sjá muninn á spilakassastað í Mjódd og á Hlemmi.
Ef borgaryfirvöld vilja endilega standa í að útrýma óæskilegum fyrirbærum legg ég til að þau byrji á Moggablogginu.