Enski bikarinn

Viðureign QPR og Luton um helgina var epí­skur stórleikur, sem vænta mátti. Úrslitin urðu 2:2, þar sem gleiðilegustu tí­ðindin voru kannski þau að Warren Feeney skoraði í­ annað sinn á skömmum tí­ma. Markaþurrð hans var búin að vera með ólí­kindum sí­ðasta árið.

Jafnteflið þýðir að liðin mætast aftur, en því­ miður fóru það margar viðureignir í­ seinni leik að ólí­klegt er að þessi slagur verði fyrir valinu sem sjónvarpsleikur.

Geri ráð fyrir að seinni leikirnir verði leiknir á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi – sem gefur þrjá sjónvarpsleiki. Newcastle-Birmingham verður pottþétt einn þeirra, en engir hinna eru neitt augljósir kostir, öll úrvalsdeildarliðin sem eftir eru eiga t.d. heimaleiki gegn neðrideildarliðum. Svo er Luton-QPR nú hálfgerður grannaslagur, svo maður veit aldrei…

# # # # # # # # # # # # #

Fyrsti kennsludagur í­ Þáttum úr sögu og heimspeki ví­sindanna er í­ dag kl. 15:50. Ennþá er tekið við nýjum nemendum.

Að þessu sinni erum við fjórir sem kennum námsskeiðið: ég, Sverrir Jakobs, Þorsteinn Vilhjálmsson og Steindór Erlingsson. Við Sverrir munum kenna okkar tí­ma saman, okkar helmingur námskeiðsins verður um heimsmyndarfræðina. Steindór sér um sögu þróunarkenningarinnar og lí­fví­sinda, en Þorsteinn fjallar einkum um heimspekiþáttinn: Popper, Kuhn og Hacking.

Erlendur gestakennari tekur einn fyrirlestur – um Galileó að mig minnir.

# # # # # # # # # # # # #

Nú er leiðindafrost úti. Megi Moggabloggið éta það sem úti frýs.