GB kvöldsins

Þriðjudagskvöld eru fótboltakvöld, svo það er harla ólí­klegt að ég nenni að blogga í­ kvöld um úrslit dagsins í­ GB. Þetta verða hins vegar þrjár athyglisverðar viðureignir.

MS mun vafalí­tið vinna Grundfirðinga án teljandi vandræða. Spurningin er bara hvort MS-liðið verði almennilega sjónvarpstækt? Ari Gunnar, sem verið hefur í­ liðinu sí­ðustu 2-3 árin ber það uppi og á í­ sjálfu sér að vera nógu góður til að komast í­ sjónvarpið einn sí­ns liðs. Mér skilst að félagar hans í­ liðinu sé pjakkar af fyrsta og öðru ári, sem er ekki vænlegt til árangurs. Sjálfur hef ég alltaf verið á móti því­ að setja busa í­ liðið.

Kópavogur og Sauðárkrókur eigast við. Spái MK sigri í­ stigalágri keppni. Krókurinn fær prik fyrir að vera með stelpu í­ liðinu.

íhugaverðasta viðureign kvöldsins (fyrir forherta GB-nörda) er Menntaskólinn á ísafirði gegn Iðnskólanum í­ Hafnarfirði. Hvers vegna? Jú, ef Iðnskólinn vinnur kæmist hann í­ 2. umferð í­ fyrsta skipti í­ sögunni. Ef MÁ reynist á hinn bóginn hafa á skipa þokkalegu liði, þá væri það afar áhugavert þar sem ísfirðingar hafa aldrei komist í­ sjónvarp – einn sárafárra skóla.

Á heimasí­ðu nemendafélagsins fyrir vestan eru liðsmenn kynntir til sögunnar undir viðurnefnunum: Dollmaster, Hjalti Úrsus og Jói stálheppni. Kallið mig fordómafullann, en þetta hljómar ekki efnilega. Engar upplýsingar er að finna um lið Iðnskólans í­ Hfn. á heimasí­ðu skólans eða nemendafélagsins. Það er heldur ekki efnilegt.

Hvað fleira er ekki efnilegt? Jú, Moggabloggið náttúrlega.