Sjálfseyðingarhvöt

Janúar er vondur tí­mi fyrir stuðningsmenn lí­tilla og fátækra fótboltaliða. Núna held ég þó að Luton sé að slá öll met í­ að auka á þunglyndi mitt.

Um daginn seldum við Carlos Edwards til Sunderland fyrir 1,4 millur. Núna stefnir allt í­ að Rowan Vine verði seldur til Birmingham fyrir 2 millur. – Þar með er ljóst að félagið hefur ákveðið að skora ekki fleiri mörk á þessu keppnistí­mabili, sem er allsérstæð ákvörðun fyrir lið sem er í­ ní­tjánda sæti.

Ef þetta gengur í­ gegn sé ég ekki að við eigum nokkra möguleika á að halda okkur upp – og hver er þá hagnaðurinn á sölunni?

Og hvaða stórsnillinga erum við að reyna að kaupa í­ staðinn? Jú: Chaleb Folan frá Chesterfield og Pawel Abbot frá Hudderfield!

Ég gæti farið að skæla.

Nær hefði verið að selja Moggabloggið – og þá í­ brotajárn.