Á Sunnudagsmogganum er grein um Vísindakirkjuna. Frekar snubbótt reyndar, en inniheldur þó 1-2 áhugaverða punkta. Blaðamaður Morgunblaðsins endar greinina á að vísa í heimildir (sem eru fín vinnubrögð). Heimildirnar reynast vera 5-6 vefsíður, sem vísað er í með ansi almennum hætti (t.d. www.visindavefur.hi.is og www.deiglan.com).
Besta heimildin er þó www.google.com – það kemur ekki einu sinni fram hvaða leitarorð blaðamaðurinn sló inn á leitarvélina, bara að hr. Google hefði komið til hjálpar.
Er þetta ekki dálítið eins og setja: „Þjóðarbókhlaðan, Landsbókasafn“ á heimildaskránna sína?
Mogginn og internetið – alltaf frábær blanda!
# # # # # # # # # # # # #
Ísland er komið í fjórðungsúrslitin í handboltanum og á því enn möguleika á að vinna verðlaun á HM. Þetta er þrátt fyrir að liðið hafi tapað þremur leikjum á mótinu. Ef við hugsum okkur að liðið vinni Dani en tapi svo tveimur síðustu leikjunum, myndi landsliðið hafna í fjórða sæti með fimm töp og fimm sigra.
Segir þetta okkur ekki að eitthvað sé bogið við keppnisfyrirkomulagið í mótinu?
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld fengu FRAMarar á baukinn í Reykjavíkurmótinu í fótbolta. íR-ingar niðurlægðu Safamýrarstórveldið, sem var víst heppið að sleppa með eins marks tap.
Legg til að íR verði næst látið spila við Moggabloggið!