Með reglulegu millibili leggur írmann tengiþraut fyrir lesendur bloggsíðunnar sinnar. Verðlaunin eru þau að viðkomandi lendir efst á tenglalistanum næsta mánuðinn eða svo.
Þetta hefur mér alltaf þótt skemmtileg þraut og ætla hér með að varpa fram einni slíkri. Rétt svör óskast send á hotmail-adressuna mína (skuggabaldur-hjá-hotmail.com). Einu verðlaunin eru heiðurinn og hrós frá mér.
En nú er spurt, hvað tengir eftirfarandi persónur:
i) Jabba the Hut í Return of the Jedi
ii) Kylie Minogue (sem leikkona)
iii) Bræðurnir Ivan og Stefan
iv) Seinheppni pizza-sendillinn úr Futurama
v) Þeldökki skurðlæknirinn í Scrubs.
vi) Brady Bunch-gamanþáttaserían
Og giskiði nú!
Viðbótarupplýsingar – sett inn kl. 14:10: Mennirnir sem eiga heiðurinn að tengingu þessari eru bræðurnir Ivan og Stefan sem nefndir eru í þriðja lið…
# # # # # # # # # # # # #
„Kornflex er bara kornflex“ – sagði fulltrúi hagsýnisarmsins í fjölskyldunni á Mángötunni í síðasta Bónus-verslunarleiðangri. Með þessa kenningu að vopni ákváðum við að svíkja herra Kellogg, en kaupa þess í stað kornflex frá einhverjum herra Euroshopper.
Herra Euroshopper er einkum kunnur fyrir að framleiða ódýran klósettpappír og eldhúsrúllur. Svo virðist vera sem sama uppskrift sé notuð við framleiðslu á morgunverðarkorninu. Meiri viðbjóð í kornflexlíki hef ég ekki bragðað.
Megi Moggabloggið einungis nærast á Euroshopper kornflexi!