Um helgina leit fjölskyldan við á Te og kaffi í Eymundsson Austurstræti til að bragða hreysikattakaffið. Um er að ræða kaffibaunir frá Indónesíu sem fengið hafa að þroskast í meltingarvegi katta. Fyrir vikið kostar það skrilljónir.
Kaffið var bara býsna bragðgott. Eitthvað segir mér samt að kettirnir séu arðrændir í þessu ferli öllu.
Megi Moggabloggið lepja kalt og þunnt Nescafé.