Eftir að hafa horft á Silfur Egils í hádeginu er ég margs vísari.
Ég heyrði t.d. Ósk Vilhjálmsdóttur margítreka að munurinn á VG og Íslandsframboðinu sé sá að Íslandsframboðið sé klárlega lengra til hægri. Síðar í þættinum lýsti hún því yfir að hugtökin hægri og vinstri séu merkingarlaus hugtök í nútímapólitík.
Ég sá líka Jón Magnússon útskýra að Frjálslyndi flokkurinn hefði tapað miklu fylgi vegna klofningsins og tilkomu Íslandsframboðsins. Síðar í þættinum sagði hann að Íslandsframboðið væri í raun fylgislaust smkv. skoðanakönnunum.
Mótsagnakennt?
Jafnframt komst ég að því að Heimdallarformaðurinn er einhver sá alslappasti sem sá félagsskapur hefur sent í sjónvarpsviðtal og hafa þeir þó margir verið daprir.
Það er nú svo.
# # # # # # # # # # # # #
Á dag gengum við feðgarnir í að taka til í hjólbarðageymslunni á Mánagötunni og keyrðum bílhlass af gömlum dekkjum á Sorpu. Þau verða væntanlega send í endurvinnslu, kurluð niður og jafnvel brædd í gangstéttarhellur. Megi Moggabloggið hljóta sömu örlög.