B5

Við Steinunn fórum í­ fyrsta sinn á B5 í­ Bankastræti til að borða hádegismat (af því­ að kjallarinn í­ Ostabúðinni var fullur). B5 hefur fengið ágætis dóma og ljóst er að einhver innanhússarkitektinn hefur haft vel upp úr því­ þegar staðurinn var standsettur.
Maturinn var fí­nn og sjálfsagt að mæla með honum. Um drykkjarföngin gildir nokkuð öðru máli.
Ég pantaði dökkan Leffe með súpunni minni. Afgreiðslustúlkan varð kindarleg og sagðist ekki eiga Leffe. Ég leit aftur á matseðilinn og hún romsaði uppúr sér öllum tegundunum sem finna mátti á matseðlinum en ekki voru til.
Bjórúrvalið reyndist vera: Tuborg og Grolsch.
Ég verð að segja að þetta kom mér á óvart. Ég hélt að sá tí­mi væri liðinn að veitingahús sem gefa sig út fyrir að hafa þokkalegan standard væru með svona drasl-bjórúrval. Yfirleitt er hægt að finna a.m.k. eina boðlega tegund á matseðlinum.
Stórt mí­nusstrik í­ kladdann. B5 reyndist vera Moggablogg veitingahúsanna…