Heimsþekktur rugludallur

Á gær kynnti Kastljósið til sögunnar mann sem sagður var heimsþekktur næringarfræðingur – Udo Erasmus að nafni, hvorki meira né minna! Hann var látinn fara í­ gegnum í­sskápinn hjá tveimur þjóðkunnum Íslendingum og benti á hvað betur mætti fara.

Eftir að renna augunum yfir hillurnar í­ kæliskápnum hjá útvarpsmanninum góðkunna, Andra Frey Viðarssyni, kvað sérfræðingurinn upp dóm sinn: mataræðið var alltof kolvetnisrí­kt – sem þýddi að strigakjafturinn má eiga von á því­ að þróa með sér MS-sjúkdóminn.

Það er bara svona.

Ég er ekki viss um að umsjónarmenn Kastljóssins geri sér grein fyrir því­ hversu sögulegur þáttur hér var á ferðinni. Nú eru orsakir MS-sjúkdómsins óþekktar. Fræðimenn telja þó ljóst að um eitthvert samspil erfða og umhverfisþátta sé að ræða – og að svo virðist sem mestu skipti að umhverfisþættirnir séu fyrir hendi um táningsaldurinn eða þar um bil.

Nú hefur hinn heimsþekkti næringarfræðingur Kastljóssins hins vegar komist að hinu sanna. Atkins-kúrinn er væntanlega hin pottþétta leið til að verjast MS-sjúkdómnum og verða grannur og spengilegur í­ leiðinni!

Kastljósið kallaði ekki til neinn sérfræðing á sviði læknisví­sinda til að leggja mat á greiningu herra Erasmusar. Rassvasaspeki hins „heimsfræga næringarfræðings“ var látin standa sem óumdeild sannindi – í­ lok viðtalsins lét Sigmar þess raunar getið að á næstunni yrði rætt frekar um tengsl mataræðis og heilsufars. Ég treysti því­ að þar verði rætt við sérfræðing í­ taugasjúkdómum og viðkomandi spurður út í­ kenninguna um að kexkökur og hví­tt hveiti valdi MS-sjúkdómnum.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag kom lokaparturinn af sendingunni frá Amazon. Bojj, ó bojj – hvað það verður gaman að lesa í­ gegnum þetta! Þarna er m.a. nýleg kiljuútgáfa á fyrirlestrum Heckers um miðaldafarsóttir, sem ég lúslas í­ mastersnáminu í­ Edinborg – meðal annars á frummálinu sem aldrei skyldi verið hafa.

Uppáhalds miðaldafarsóttin mí­n er hin dularfulla svitasótt – legg til að Moggabloggið fái hana.