Georgíska tengingin

Minjasafninu hefur borist bréf. Það er frá hópi georgí­sks kvikmyndatökufólks sem vill endilega mæta og taka upp á safninu fyrir alhliða menningarsjónvarpsþátt helgaðan Íslandi.

Nú finnst mér í­ sjálfu sér ekkert skrí­tið við að hróður minjasafnsins hafi borist til Kákasus. Skringilegra er að hópurinn biður mig um að útbúa einhvers konar boðsbréf sem gefin yrðu út á nöfn og vegabréfsnúmer 4-5 manna tökuliðs…

Er þetta ekki eitthvað gruggugt? Eftir að kí­nversk „viðskiptasendinefnd“ í­ boði Orkuveitunnar o.fl. í­slenskra fyrirtækja gufaði upp fyrir nokkrum misserum hafa menn farið að vera tortryggnari gagnvart svona erindum. Hvers vegna þarf hópur Georgí­umanna á svona meðmælabréfi að halda? – Ætti ég kannski að benda þeim á Geir Ólafsson í­ staðinn?