Sverrir er staddur í Skotlandi og undrar sig á gjaldmiðlinum þar. Hann segir:
Skotar hafa eigin peninga sem munu vera jafngildir hinum ensku, en myntin er eins.
Þetta er stutt færsla, en inniheldur þó tvær villur.
Hið rétta er að í Bretlandi er rétturinn til seðlaprentunar í Bretlandi ekki bundinn við einn Seðlabanka. Almennir viðskiptabankar geta því prentað sína eigin seðla og ráðið útliti þeirra. Mér vitanlega nýta engar bankastofnanir í Englandi þessa heimild, en a.m.k. þrír bankar í Skotlandi gera það: Bank of Scotland, The Royal Bank of Scotland og Clydesdale Bank. 1-2 bankar á Norður-írlandi gera þetta sömuleiðis, en ég veit ekki hvernig málum er háttað í Wales.
Þessir seðlar eru í teoríunni jafngildur gjaldmiðill um allt Bretland og eru því ekki sérskoskir. Hins vegar geta menn lent í vandræðum með seðlana sína fyrir sunnan landamærin af þeirri einföldu ástæðu að afgreiðslufólk neitar að trúa því að um lögmætan gjaldmiðil sé að ræða.
Paul, hinn norður-írski félagi minn í Edinborg, lent t.d. í eilífu stappi með norður-írsku pundin sín. Fólk hélt að hann væri að greiða með írskum pundum.
Varðandi seinni hluta staðhæfingarinnar fer Sverrir líka með rangt mál. Það eru nefnilega til nokkrar tegundir af mynt. Ef eins punds-myntin er skoðuð kemur í ljós að aftan á henni eru nokkrar tegundir tákna sem fara eftir svæðum í Bretlandi. Á Skotlandi eru flest pund með skoska þistilinn, en í Wales er drekinn á flestum myntum.
Megi Moggabloggið lenda í gengisfellingu.
Viðbót: Sló upp í Wikipediu. Þar er forvitnileg grein um seðlaútgáfu í Bretlandi. Þar segir:
Scottish banknotes are unusual in that they are technically not legal tender anywhere in the UK – not even in Scotland – they are in fact promissory notes. Indeed, no banknotes (even Bank of England notes) are now legal tender in Scotland, there being no such item defined in Scots Law. Nevertheless, like debit cards and credit cards, they are used as money because they are commonly understood and agreed to be money.