Stöð tvö flytur frétt af því að álftaparið sem haldið hefur til í lóninu fyrir ofan írbæjarstíflu hafi ekki sést í sumar. Enginn veit hvers vegna.
Þegar líður á fréttina er látið að því liggja að þetta hljóti að tengjast pólskum eða litháískum farandverkamönnum… vegna þess að tja, Pólverjar éti svani?
Þessi frétt er á pari við furðufréttina sem birtist fyrir nokkrum misserum þess efnis að mávur hefði étið laxahjón og Orkuveitan hafi ekki gert neitt í málinu.
Megi Pólverjarnir nota Moggabloggið í svanagúllasið.