Ég les Spiked í hverri viku og hef gert í nokkur ár. Eftir því sem árin líða verð ég stöðugt meira sammála pistlunum sem þar birtast (þótt hrokinn í sumum höfundunum sé hvimleiður). Nokkrar skýringar eru mögulegar á þessu. Líklega er ég að verða meiri anarkisti með aldrinum en minni forræðishyggjukommi. Önnur skýring er sú að þolinmæði mín gagnvart rugludöllum fari þverrandi. Er það heillaspor að skipta út forræðishyggju fyrir almennt mannhatur? Spyr sá sem ekki veit.
Helsti kosturinn við Spiked er hversu samkvæmt vefritið er sjálfu sér. Þar standa menn fyrir fjöldann allan af óvinsælum skoðunum, en fara aldrei eins og köttur í kringum heitan graut. Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, eins og er raunar plagsiður í flestri þjóðmálaumræðu.
Tökum klámið sem dæmi. Nú hefur verið talsvert fjallað um klámvæðinguna á síðustu misserum og á köflum hefur manni virst póstlistinn hjá Feministafélaginu hverfast um klám. Flestir sem taka þátt í þeirri umræðu eru andsnúnir klámi. Þeir láta klám fara í taugarnar á sér og telja það skaðlegt. Þetta er gilt sjónarmið sem hægt er að færa rök fyrir.
En í stað þess að berja á Rapport, Hustler og hinum karlablöðunum sem hægt er að kaupa í hverri bókabúð eða klámmyndarásunum á Hótelunum eða Breiðbandinu (og takast þá á við þá sem vilja lesa Hustler eða horfa á klámmyndir á gistiheimilum) freistast margir til að taka auðvelda slaginn – ræða um barnaklám og kynlífsþrælkun. Þannig byggðist andstaðan við komu klámráðstefnugesta á Hótel Sögu á því sem viðkomandi aðilar sannarlega gera – framleiða klámmyndir – en rökin sem notuð voru gengu mikið til út á getgátur um ósönnuð afbrot – mansal og níðingsskap gagnvart börnum. Það er billegt.
Það þarf ekki að velta lengi vöngum yfir því hvar blaðamenn Spiked hefðu staðið í klámráðstefnumálinu. Spiked hefur alla tíð tekið harða línu varðandi tjáningar- og prentfrelsi og verið sjálfu sér samkvæmt. ímsir frelsispostular komu Jótlandspóstinum til varnar þegar blaðið birti skopmyndirnar af spámanninum. Það gerði Spiked svo sem líka, þótt það gæti ekki stillt sig um að sparka í danska blaðið í leiðinni.
Það er auðvelt að vera hvítur Breti og verja tjáningarfrelsið þegar það snýst um rétt dansks dagblaðs til að æra fylgismenn erlendra trúarbragða. Kúnstin felst í því að standa fast á sínu þegar dæminu er snúið við.
Brendan O´Neill, aðalritstjóri Spiked, fjallar í þessari viku um dóma sem fallið hafa yfir þremur múslimum í Bretlandi sem héldu úti vefsíðu með myndum af aftökum á föngum, upplýsingum um meðferð á sprengiefni og skrifum þar sem hryðjuverkum í London var fagnað. Mennirnir fengu á bilinu sex til tíu ára dóma fyrir að tjá opinberlega skoðanir sem gætu orðið öðru fólki hvatning til að fremja hryðjuverk. Á ljósi nýlegra hryðjuverkatilrauna og dómsuppkvaðningar yfir mönnunum sem ætluðu að sprengja í Lundúnum í júlí 2005, hafa fáir orðið til að fetta fingur út í þessa dóma.
O´Neill nálgast málið ekki út frá hefðbundnum tjáningarfrelsisrökum, heldur telur þetta til marks um fórnarlambavæðingu samfélagsins, þar sem ekki er gert ráð fyrir ábyrgð og rökhugsun einstaklingsins:
The imprisonment of three computer cranks for disseminating disgusting material has further blurred the distinction between words and actions – and it has strengthened the idea that the authorities must protect the public from shocking or disturbing words and images. The real issue here is not the freedom of three losers to publish their war-wank fantasies, but the freedom of the rest of us to see, read and listen to what we please, and to make up our minds for ourselves.
Á raun snýst málið, segir O´Neill, ekki um frelsi einhvers rugludalls til að tjá vondar skoðanir sínar eða birta þær á prenti, heldur frelsi okkar hinna til að kynna okkur þær.
It is the flipside of the argument that far-right material must also be censored lest it cajole the white hordes into beating up some blacks and Asians. We are clearly looked upon as impressionable idiots, as attack dogs who might strike out against infidels or Jews on the command of a cyber-jihadist (if we’re a Muslim), or against Muslims and other minorities (if we’re white and working class).
Á viðauka við pistilinn bendir O´Neill á að fórnarlambavæðingin í þjóðfélaginu sé farin að teygja sig svo langt að sprengjumennirnir í Lundúnum grípa til hennar sem málsvarnar:
The four men are clearly well-versed in the get-out clauses of the therapy culture, where you can shrug off bad and even criminal behaviour by claiming to be a victim of prejudice or dark external forces. Their failed defence also reveals something telling about contemporary terrorism. For all the claims that these bombings are a political response to political issues – usually Iraq – in fact they look more like a terroristic version of today’s politics of victimhood.
…
In short? Contemporary terrorism is a ‘complaint’ more than a political strike. In this sense it fits well with today’s culture of complaint, where individuals and groups represent themselves as victims whose suffering must be recognised rather than as active agents who want to change or reshape society.
Tékkið á greininni. Hún fær mann óneitanlega til að velta vöngum.
# # # # # # # # # # # # #
Vodafone sendi mér í gær tilkynningu um að Sýnar-tilboðið væri fallið úr gildi. Hér eftir þarf ég að skipta beint við 365miðla ef ég vil halda Sýn. Gott og vel.
Þar með er líka fallin úr gildi eina ástæðan sem ég hafði fyrir að skipta við Vodafone frekar en eitthvað annað símafyrirtæki. Spurning hvort við eigum að hugsa okkur til hreyfings?
# # # # # # # # # # # # #
Ekki nennti ég að vaka eftir Argentínuleiknum í nótt, enda úrslitin fyrirsjáanleg. Þetta argentínska lið er með þeim flottari sem ég hef séð í lengri tíma. Mínir menn í Uruguay voru óheppnir að komast ekki í úrslitin. Það hefði orðið áhugaverður leikur – besta vörnin í Suður-Ameríku á móti flinkustu spilurunum.
Megi Moggabloggið lenda í klónum á Messi.