Gjafir eru yður gefnar

Vef-Þjóðviljinn fjallar um þróunaraðstoð í­ pistli dagsins og þá einkum stuðning Bandarí­kjanna við rí­ki þriðja heimsins. Þar segir:

Bandarí­kjamenn eru stundum gagnrýndir fyrir að vera ekki nógu gjafmildir en þegar gjafir þeirra eru bornar saman við gjafir annarra kemur annað í­ ljós. Bandarí­ska rí­kið gefur að ví­su „aðeins“ 0,22% af þjóðarframleiðslunni í­ þróunaraðstoð en eins og áður sagði er framlag einkaaðila margföld sú fjárhæð. Bandarí­kjamenn sem heild ná því­ auðveldlega 0,7% markinu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sem markmið fyrir árið 2015.

Nafnlausu einstaklingshyggjumennirnir ljúka svo pistlinum á því­ að kyrja kunnuglega möntru um kosti einstaklingsframtaksins o.s.frv.

Vef-Þjóðviljanum til hróss setur hann tengil yfir á skýrslu Hudson-stofnunarinnar sem greinin er byggð á. íhugasamur lesandi getur því­ kynnt sér forsendurnar sjálfur.

Og í­ ljós kemur að vissulega eru framlög einstaklinga til þróunarrí­kja miklu, miklu hærri en framlög rí­kisins. Hvert skyldu svo framlögin einkum renna? Jú, til Mexí­kó, rí­kja Rómönsku Amerí­ku, Filippseyja og annarra Así­ulanda.

Af hverju skyldi Mexí­kó vera efst á blaði? Jú, skýringin er sú að langmest af „framlögum einstaklinga til þróunarrí­kja“ eru peningasendingar frá erlendu verkafólki í­ Bandarí­kjunum til sinna gömlu heimkynna. Þegar verkamaður frá El Salvador sendir hluta launa sinna heim til aldraðrar móður sinnar, færist upphæðin á þennan reikning.

Það stappar nærri ósví­fni að nota svona reikningskúnstir til að bera blak af lágum framlögum Bandarí­kjamanna til þróunaraðstoðar. Eða telja menn kannski rétt að lí­ta svo á að í­slenska þjóðin sé orðin stikkfrí­ þegar kemur að þróunaraðstoð vegna þess að vegna þess að innflytjendur frá Ví­etnam eða Tælandi séu duglegir að senda peninga til ættingja í­ gamla landinu? Auðvitað ekki!

# # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið lenda í­ kjafti mannætugreifingja.