Gróðapungar

Björgvin G. Sigurðsson tjáði sig í­ hádegisfréttunum um söluna á Hitaveitu Suðurnesja. Grí­pum niður í­ fréttina á vef RÚV:

Ekki kemur til álita að mati Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra að einkafyrirtæki eigi meirihluta í­ orkufyrirtækjum sem selja raforku til almennings. Hann segir að vatns og rafmagnssala til almennings eigi ekki að vera ágóðastarfssemi. Hins vegar komi til greina að einkafyrirtæki framleiði orku til stóriðju.

Seinna í­ fréttinni (sem er reyndar sleppt í­ endursögn RÚV-vefsins) sagði Björgvin að engin ástæða væri þó til að láta kaup Geysis Green á hlut rí­kisins í­ Hitaveitunni ganga til baka – enda sé þar ekki um meirihlutaeign að ræða.

Þetta á ég dálí­tið bágt með að skilja. Nú hlýtur Geysir Green að kaupa hlutabréf í­ Hitaveitu Suðurnesja í­ hagnaðarskyni, hvort sem um er að ræða meirihluta- eða minnihlutaeign. Öll eignaraðild fyrirtækisins í­ HS hlýtur að veraÂ í­ ábataskyni. Er það ekki augljóst?

Ef viðskiptaráðherra hefur það prinsip að hagnaðarvon megi ekki ráða ferðinni við rekstur veitukerfa (sem er gilt sjónarmið) þá hlýtur hann að vera á móti allri eignaraðild einkafyrirtækja. Annað er rökleysa.

Megi Moggabloggið flækjast í­ kratarökví­si.