Tekíla

Á kvöld mætti fjölskyldan í­ matarboð hjá foreldrum Garðars svila mí­ns. Þau hafa talsverð tengsl við Mexí­kó og hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Eftir matinn var dregið fram tekí­la. Það er drykkur sem ég hef sjaldnast tengt við mikla fágun, enda allt það tekí­la sem ég hef drukkið til þessa bölvað glundur. Á ljós kom …

Bitlaust

Ég er búinn að hafa lúmskt gaman af öllu fárinu eftir leik Skagamanna og Keflví­kinga. Nenni ekki að setja mig í­ gí­rinn – „ó, hvað þetta er nú slæmt fyrir í­þróttina“ – sannleikurinn er sá að það er fátt skemmtilegra en almennilegur hasar í­ fótboltanum og mest gaman þegar allt verður vitlaust. Það er tilgangslaust …

Skynsemi

Alex Salmond forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar í­ Skotlandi er einn þeirra stjórnmálamanna sem ég hef mestar mætur á. Þegar ég var í­ Edinborg fylgdist ég mikið með pólití­kinni og það gat verið unun að horfa á hann pakka saman andstæðingum sí­num í­ kappræðum. Sprengjutilræðin í­ Glasgow hafa vitaskuld haft grí­ðarleg áhrif á Skota. Við slí­kar aðstæður er …

Stjórnmálafrétt helgarinnar

Athyglisverðasta stjórnmálafrétt helgarinnar náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fara fram hjá öllum. (Nei, ég er ekki að tala um viðtalið við Steingrí­m Joð í­ Fréttablaðinu – það var frekar vanhugsað og sex vikum of seint.) Ég á við ummæli Ingibjargar Sólrúnar um Evrópusambandið. Utanrí­kisráðherra var sem sagt á ferð um Afrí­ku í­ sí­ðustu viku …

Georgíska tengingin

Minjasafninu hefur borist bréf. Það er frá hópi georgí­sks kvikmyndatökufólks sem vill endilega mæta og taka upp á safninu fyrir alhliða menningarsjónvarpsþátt helgaðan Íslandi. Nú finnst mér í­ sjálfu sér ekkert skrí­tið við að hróður minjasafnsins hafi borist til Kákasus. Skringilegra er að hópurinn biður mig um að útbúa einhvers konar boðsbréf sem gefin yrðu …

Lysenko

Nú er ég ekki lí­ffræðingur og hef ekki lesið neitt sérstaklega mikið um sögu lí­ffræðinnar – en er heimildarmynd Sjónvarpsins í­ kvöld (The Ghost in Your Genes) ekki efnislega að boða það sama og Lysenko um erfðir áunninna eiginleika? Alræmdasta kenning ví­sindasögunnar er e.t.v. að ganga aftur… Eru ekki ví­sindin dásamleg!