Á kvöld mætti fjölskyldan í matarboð hjá foreldrum Garðars svila míns. Þau hafa talsverð tengsl við Mexíkó og hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Eftir matinn var dregið fram tekíla. Það er drykkur sem ég hef sjaldnast tengt við mikla fágun, enda allt það tekíla sem ég hef drukkið til þessa bölvað glundur. Á ljós kom …
Monthly Archives: júlí 2007
Bitlaust
Ég er búinn að hafa lúmskt gaman af öllu fárinu eftir leik Skagamanna og Keflvíkinga. Nenni ekki að setja mig í gírinn – „ó, hvað þetta er nú slæmt fyrir íþróttina“ – sannleikurinn er sá að það er fátt skemmtilegra en almennilegur hasar í fótboltanum og mest gaman þegar allt verður vitlaust. Það er tilgangslaust …
Skynsemi
Alex Salmond forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar í Skotlandi er einn þeirra stjórnmálamanna sem ég hef mestar mætur á. Þegar ég var í Edinborg fylgdist ég mikið með pólitíkinni og það gat verið unun að horfa á hann pakka saman andstæðingum sínum í kappræðum. Sprengjutilræðin í Glasgow hafa vitaskuld haft gríðarleg áhrif á Skota. Við slíkar aðstæður er …
Stjórnmálafrétt helgarinnar
Athyglisverðasta stjórnmálafrétt helgarinnar náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fara fram hjá öllum. (Nei, ég er ekki að tala um viðtalið við Steingrím Joð í Fréttablaðinu – það var frekar vanhugsað og sex vikum of seint.) Ég á við ummæli Ingibjargar Sólrúnar um Evrópusambandið. Utanríkisráðherra var sem sagt á ferð um Afríku í síðustu viku …
Georgíska tengingin
Minjasafninu hefur borist bréf. Það er frá hópi georgísks kvikmyndatökufólks sem vill endilega mæta og taka upp á safninu fyrir alhliða menningarsjónvarpsþátt helgaðan Íslandi. Nú finnst mér í sjálfu sér ekkert skrítið við að hróður minjasafnsins hafi borist til Kákasus. Skringilegra er að hópurinn biður mig um að útbúa einhvers konar boðsbréf sem gefin yrðu …
Lysenko
Nú er ég ekki líffræðingur og hef ekki lesið neitt sérstaklega mikið um sögu líffræðinnar – en er heimildarmynd Sjónvarpsins í kvöld (The Ghost in Your Genes) ekki efnislega að boða það sama og Lysenko um erfðir áunninna eiginleika? Alræmdasta kenning vísindasögunnar er e.t.v. að ganga aftur… Eru ekki vísindin dásamleg!
Pissað í laugina
Fór á pöbbarölt í gær ásamt Stebba Hagalín. Stoppuðum m.a. á tveimur börum sem ég hafði aldrei komið á fyrr. Annar var sportbarinn sem er í sama húsi og Vegas (er það við Vitastíg?) Það virðist notalegur staður til að horfa á fótbolta og þjónustan hlýleg. Undir lokin litum við svo inn á Boston – …