Þjóðin tryllist af gleði

Tí­maritavefur Landsbókasafnsins er æði – en jafnframt eitt best varðveitta leyndarmálið í­ netheimum. Starfsmenn bókasafnsins keppast við að skanna inn blöð og tí­marit, sem hægt er að leita í­ með öflugri orðaleitarvél. Gallinn er hins vegar að lí­tið sem ekkert er gert í­ að kynna nýjungarnar. Þannig uppgötvaði ég fyrir tilviljun um daginn að byrjað væri að bjóða upp á orðaleit í­ fjölda gamalla blaða á borð við ísafold og Lögréttu.

Núna er Tí­maritavefurinn farinn að hlaða inn Fréttablaðinu og má því­ lesa og leita í­ fyrsta og öðrum árgangi þess. Rifjast þá upp hvað blaðið var fáránlega illa skrifað á köflum og hvað umbrotið gat verið allt í­ steik.

Sá sem skoðar blöðin frá fyrstu viku Fréttablaðsins, í­ aprí­l 2001, hnýtur um sérkennilegan blöðung frá miðvikudeginum 25. aprí­l. Blaðið var sagt vera 88. tbl., 88. árgangs. Forsí­ðufréttin bar yfirskriftina „Þjóðin tryllist af gleði“ og lýsir fádæma undirtektum þjóðarinnar við útgáfu Fréttablaðsins. Fréttir blaðsins eru annars hálfgert rugl, þar sem myndir, fyrirsagnir og meginmál tengist lí­tið eða ekkert.

Hvernig stendur á þessu 88.tbl. Fréttablaðsins? Fór þetta blað í­ almenna dreifingu sem eitthvert grí­n – eða er hér um að ræða æfingu umbrotsmanns sem einhverra hluta vegna hefur nú ratað inn á Tí­maritavefinn? Ef seinni kosturinn er réttur, þá verður áhugavert að sjá hversu lengi þeir bókasafnsmenn verða að kippa blaðinu af vefnum. Spurning um að prenta út eintak til vonar og vara?