16di jarlinn af Hádegismóum

Mogginn er farinn að berast inn á heimilið. Það er ekki að minni ósk, enda fjandans nógu mikið af dagblaðapappí­r sem hrúgast upp hérna hvort sem er. Steinunn lét hins vegar tilleiðast þegar henni var boðin heilsársáskrift á 11 þús. krónur, sem segir e.t.v. sitt um hvað írvakur er í­ miklum kröggum – fyrir tí­u árum hefði Mogginn varla haft fyrir að bjóða upp á nein áskriftartilboð.

Það sérkennilegasta við Morgunblaðið er stórmennskubrjálæðið sem þar ræður rí­kjum, þrátt fyrir sí­minnkandi áhrif blaðsins á þjóðmálaumræðuna. Styrmir Gunnarsson lí­tur enn svo á að með ritstjórnargreinum blaðsins (leiðurum, Reykjaví­kurbréfum og Staksteinum) sé hann þess umkominn að lyfta einstökum stjórnmálamönnum eða halda þeim niðri.

Hafi Morgunblaðið nokkru sinni verið í­ þessari stöðu, þá eru slí­k skrif í­ dag sönnun þess að Marx gamli hafði rétt fyrir sér… sagan endurtekur sig – fyrst sem harmleikur en sí­ðan sem farsi.

Það er nálega brjóstumkennanlegt þegar Mogginn ákveður að gerast “kingmaker” og taka einstaka stjórnmálamenn af vinstri vængnum undir verndarvæng sinn. Reyndar get ég ekki í­myndað mér að t.d. Kristrúnu Heimisdóttur og Valgerði Bjarnadóttur hafi verið skemmt við að lesa um sig lofrullurnar fyrir prófkjör Samfylkingarinnar. Stuðningsyfirlýsingar frá ritstjórn Morgunblaðsins eru þrátt fyrir allt ekki málið fyrir prófkjör hjá krötunum.

FYRRA HEILRÆíI TIL STYRMIS: Ef þú vilt í­ raun og veru tryggja pólití­skan framgang einhverra vinstri manna – prófaðu þá öfuga sálfræði, t.d. að kalla hann öllum illum nöfnum. Það er mun lí­klegra til að baka viðkomandi vinsældir á vinstri vængnum en hin dauða hönd írvakurs.

Sí­ðustu vikur hefur 16di jarlinn af Hádegismóum (hrós í­ hattinn fyrir þann sem fattar ví­sunina) reynt að beita náðarvaldi sí­nu til að hafa áhrif á það hvernig VG skipar forystusveit sinni. Hin eitursnjalla strategí­a er á þá leið að skrifa bara nógu djöfull marga leiðara og Staksteina um að Steingrí­mur Joð sé ömurlega ömurlegur og að allir séu komnir með leið á honum og Svandí­s Svavarsdóttir sé á hliðarlí­nunni og muni taka við strax í­ haust.

SEINNA HEILRÆíI TIL STYRMIS: Það er ekkert að því­ að búa til pólití­skan spuna – en í­ Óðins bænum, reyndu þá að hafa spunann trúverðugan!

Sko – höfum eitt á hreinu: Svandí­s er flottur pólití­kus. Hún er nú þegar einn öflugasti forystumaður VG, hún á eftir að ná lengra sem slí­k og það eru meiri lí­kur en minni á að hún verði formaður flokksins í­ fyllingu tí­mans. Það er ekki hvað sí­st vegna þess að hún er skynsöm – og það ólí­kt skynsamari en ritstjóri Moggans.

Ef Svandí­s Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG – og það vona ég svo sannarlega að ætli sér – þá myndi hún aldrei vera svo vitlaus að skipuleggja valdatöku sí­na með þeim hætti sem Styrmir Gunnarsson sér fyrir sér. Óskaframvinda Moggaritsjórans er eitthvað á þessa leið:

Uppreisn yrði gerð gegn sitjandi formanni innan flokksins og hann þvingaður til að segja af sér og/eða knúinn yrði fram aukalandsfundur flokksins og Steingrí­mur Joð felldur í­ kosningu. Svandí­s stæði uppi sem formaður, blóðug uppfyrir axlir.

Og hvað svo? Hver væri staða formanns í­ stjórnmálaflokki sem er utan rí­kisstjórnar og ætti ekki möguleika á innkomu á þing – og það næstu þrjú og hálfa árið!!! Hvers vegna skyldi Jón Sigurðsson hafa sagt af sér sem formaður Framsóknarflokksins? Jú, allir sáu að staða hans sem utanþingsformanns var vonlaus.

Sagan hefur að geyma örfá dæmi um formenn utan þings. Ólafur Ragnar Grí­msson var formaður Alþýðubandalagsins og um leið fyrsti varaþingmaður á Reykjanesi – það þótti afleit staða, hafði hann þó inngrip á þingi. Daví­ð Oddsson var flokksformaður og borgarstjóri – sem er allt annað en að vera oddviti stjórnarandstöðuflokks. Það verður heldur ekki sagt að það hafi verið nein óskastaða fyrir Sjálfstæðismenn að vera með formanninn utan þings en Þorstein Pálsson vængbrotinn sem helsta mann á þingi.

Um endalok formannstí­ðar Geirs Hallgrí­mssonar þarf ekki að fjölyrða.

Út frá þessum forsendum má ljóst vera að ef Svandí­s hefur þann metnað að taka við formennsku af Steingrí­mi Joð, væri varla hægt að hugsa sér verri tí­masetningu til að knýja fram uppgjör en einmitt núna. Hvað gerist eftir tvö ár, fjögur að sex er svo annað mál…

Eins og staðan er núna vinnur tí­minn bara með Svandí­si. Einkum ef henni tekst að berja af sér velviljaða Moggaritstjóra sem ástunda vinahót sem helst minna á Lenny í­ Steinbeck-sögunni góðu.