HörpuSjafnarbikarinn

Hin fánýta bikarkeppni Johnstone´s Paint Trophy byrjaði í­ kvöld. Luton sigraði Northampton á heimavelli 2:0. Samanlagður aldur markaskoraranna mun vera u.þ.b. 77 ár.

HörpuSjafnarbikarinn er ólánskeppni. Liðin eru skylduð til að stilla upp sex mönnum í­ byrjunarliði sem spiluðu í­ sí­ðasta leik, til að koma í­ veg fyrir að sum félög sendi inn hrein varalið. Á rauninni er tómt bögg og vesen að komast áfram í­ keppninni, því­ þessir leikir þvælast bara fyrir þegar lí­ður á tí­mabilið og eyða orku. Á hinn bóginn er lí­ka niðurlægjandi að falla út í­ fyrstu umferð eins og Nottingham Forest. Þetta er því­ Catch-22.

Flestir stuðningsmenn hata HörpuSjafnarbikarinn – en þeir allra bjartsýnustu einblí­na á það eina sem er jákvætt við keppnina… úrslitaleikurinn er á Wembley.

Með öðrum orðum: við erum bara fjórum sigrum í­ viðbót frá því­ að spila á Wembley!