Það er eitthvað við stórmót í íþróttum sem gerir það að verkum að maður getur dottið oní að fylgjast með greinum sem maður lætur sig annars litlu varða.
Núna stendur HM í Rugby yfir í Frakklandi. Mótið tekur fáránlega margar vikur og úrslitin í nánast öllum leikjum riðlakeppninnar eru ljós fyrirfram. Samt hef ég reynt að fylgjast með þessu með öðru auganum – til að hafa þá möguleikann á að koma mér upp áhuga fyrir fjórðungsúrslitin.
Hvernig væri að Sýn sjónvarpaði nokkrum Rugby-leikjum? Það er ekki verra sjónvarpsefni en margt annað – í það minnsta betra en þetta golffargan sem tröllríður á þessari stöð.