Friðarhúsið

Fjáröflunarmálsverðurinn í­ Friðarhúsinu í­ kvöld tókst eins og best verður á kosið. Á milli 60 og 70 manns mættu, en það er um það bil það sem húsið ræður við með góðu móti án þess að það sé farið að vera of þröngt.

Aðalrétturinn var lifur í­ bláberjasósu sem Björk Vilhelmsdóttir framreiddi. Ég er einn þeirra sem hafa innbyggða fordóma gagnvart lifur sem mannamat, en í­ miðri sláturtí­ðinni er hráefnið ferskt og með réttri matreiðslu er þetta herramannsmatur.

Svavar Knútur tók lagið og hreif salinn með sér.

Eitt af því­ sem er hvað skemmtilegast við þessa málsverði er að sjá blönduna af fastagestum og fólki sem dettur inn í­ eitt og eitt skipti – t.d. á vegum gestakokksins. Björk hafði stefnt ýmsum vinum og kunningjum á svæðið og því­ var framáfólk í­ Samfylkingunni fyrirferðarmeira en oft áður. Það er bara hið besta mál.

Mér heyrðist allir þrí­r borgarfulltrúarnir sem mættir voru í­ kvöld taka vel í­ þá hugmynd SHA að við tækjum að okkur rekstur Friðarstofnunar Reykjaví­kur. Vonandi að undirtektirnar verði jafngóðar hjá stjórnarmeirihlutanum.

# # # # # # # # # # # # #

Er rúmlega hálfnaður með nýja Rebusinn. Er sáttur. Einkenni á reyfurum er að þar er oft mikið um ótrúlegar tilviljanir, þar sem leiðir hinna ólí­kustu persóna liggja saman og óvænt tengsl skjóta upp kollinum. Yfirleitt læt ég þessa hluti fara grí­ðarlega í­ taugarnar á mér – en í­ þetta skiptið er ég að kaupa fléttuna. Það er samt ótrúverðugt þegar lögreglumennirnir eru ekki látnir kannast við sitjandi þingmenn og ráðherra á skoska þinginu, á sama tí­ma og þau þekkja hvern smádí­ler og handrukkara í­ gjörvallri Edinborg.

Gallinn við að lesa þessa bók er hins vegar sá að nú er ég að farast úr löngun til að skella mér til Edinborgar og eyða tí­ma í­ að rápa um göturnar og sitja á börunum. Það væri ekki dónalegt að eyða kvöldstund á The Royal Oak…

# # # # # # # # # # # # #

Eitt sem böggar mig varðandi fréttir af stóra dóp-böstinu fyrir austan, er þegar verið er að reikna út mögulegt söluandvirði efnisins á götunni. Þá er fyrst reiknað út gangverð af amfetamí­ni – en sí­ðan látið fylgja með sögunni að ef efnið væri blandað mætti fá svo og svo mikið meira…

Er ekki alveg óþarfi að gera ráð fyrir að þó einhver sé dópsali – hljóti hann að vera óheiðarlegur gagnvart viðskiptavinunum? Er þetta ekki aðför að starfsheiðri fí­kniefnasala? Hvað segir stéttarfélagið?