Skákáhugi & stjórnmálaskýringar

Það er vægast sagt erfitt að henda reiður á rússneskum stjórnmálum. Einhvern veginn finnst manni nýir flokkar skjóta upp kollinum í­ sí­fellu, meðan aðrir skipta um nöfn eða sameinast. Eitt árið virðist einhver flokkurinn njóta grí­ðarmikils fylgis – en örskömmu sí­ðar mælast þeir í­ sárafáum prósentum.

Þegar bornar eru saman fréttaskýringar um rússnesk stjórnmál í­ í­slenskum fjölmiðlum annars vegar en í­ breskum, bandarí­skum eða skandinaví­skum fjölmiðlum finnst mér ég verða var við greinilegan mun varðandi eitt atriði – Garry Kasparov.

Auðvitað er sagt frá stjórnmálavafstri Kasparovs í­ breskum og bandarí­skum blöðum – og þess getið að hann sé heimsfrægur skákmeistari (nokkuð sem er algjör óþarfi að minna Íslendinga á) – en sú umfjöllun er fremur á þeim nótum að þetta sé sniðugt kjúrí­osí­tet frekar en að Kasparov sé kynntur til sögunnar sem sérstakt afl í­ rússneskri pólití­k.

Nú getur vel verið að þessi tilfinning mí­n sé vitlaus – en getur ekki hugsast að sú staðreynd að Íslendingar eru vitlausir í­ skák og vita flestum þjóðum meira um skákmeistara og alþjóðleg skákmót, hafi áhrif á þetta fréttamat?

Á sama hátt grunar mig að í­slenskir fjölmiðlamenn geri Zí­rí­novskí­ og flokki hans hærra undir höfði en kollegar þeirra í­ öðrum löndum vegna þess að við erum ennþá dálí­tið upp með okkur eftir að Zí­rí­novskí­ hótaði Íslandi öllu illu fyrir 15 árum og vildi opna hér fanganýlendu smkv. einhverjum fréttum…