Góð íþróttahelgi?

Enn sem komið er virðist ætla að rætast bærilega úr í­þróttahelginni. Stóri leikurinn er auðvitað FRAM:KR annað kvöld (sí­ðdegis í­ dag). Hann sker úr um hvort maður gengur sáttur frá helginni.

Luton vann skí­talið Port Vale 2:1 á heimavelli í­ dag. Stuðningsmennirnir eru ekki upprifnir, enda léku gestirnir manninum færri hálfan leikinn og við vorum bara með einn framherja – á heimavelli gegn botnliðinu! En sigur er sigur. Kannski náum við einhverju gegn Charlton í­ deildarbikarnum á þriðjudagskvöld, einkum ef Charlton álpast til að hví­la lykilmenn. Er samt ekki ýkja bjartsýnn.

Hearts tapaði gegn Inverness. Ætli óði Litháinn lendi ekki bráðum í­ fangelsi fyrir svind og sví­narí­ og allt hrynji?

FRAM vann svo góðan útisigur gegn Akureyringum í­ handboltanum. Ég hafði litlar væntingar fyrir tí­mabilið, en það er mjög gott að vera með fullt hús eftir útileiki fyrir norðan og í­ Eyjum.

Þá er bara að naga neglurnar fyrir KR-leikinn. Auðvitað væri sigur æskilegastur – og þar með áhyggjulí­till brúðkaupsdagur, en ég þægi þó jafntefli að því­ gefnu að HK og Ví­kingur ynnu ekki sí­na leiki.

# # # # # # # # # # # # #

Amnesty International og kaþólska kirkjan takast á um fóstureyðingar í­ þriðja heiminum. Frjálslynt fólk á vesturlöndum tekur afstöðu með Amnesty – en Brendan O´Neill gefur Amnesty á baukinn í­ áhugaverðri grein… 

# # # # # # # # # # # # #

Ocean Rain með Echo er oná geislanum. Ardbeg í­ glasinu.