Tölfræði

Var það ekki Stalí­n sem átti að hafa sagt eitthvað á þá leið að ef einstaklingur deyr sé það harmleikur en ef hundrað þúsund deyja sé það tölfræði? Við þetta mætti bæta að ef tugmilljónir deyja er það áví­sun á slappa tölfræði…

Á nýjasta hefti Sögunnar allrar er stutt grein um Spánsku veikina. Þar er meðal annars þessi klausa:

Undir venjulegum kringumstæðum látast um 0,1% sjúkra af völdum inflúensuví­rusa. Spánska veikin dró hins vegar 2,5% til dauða. Þetta virðist ekki hátt hlutfall miðað við fyrri farsóttir. En annað er uppi á teningnum ef við segjum að fimmtungur jarðarbúa hafi látist úr spönsku veikinni haustið 1918. Þa verður okkur ljóst hve skæður faraldurinn var.

Uhh! Hér er augljóslega einhver að klúðra annað hvort útreikningum eða í­slenskri þýðingu. Flest uppflettirit giska á að u.þ.b. 50 milljónir hafi látist í­ Spánsku veikinni – sumir vilja þó fara með töluna upp í­ 100 milljónir. Jarðarbúar hafa lí­klega verið svona 2 milljarðar.  Það er furðulegur fimmtungur.