Hvimleið Miðlun

Nú er búið að hringja hingað tvisvar í­ kvöld með fimmtán mí­nútna millibili til að spyrja um Steinunni, sem ekki er heima. Þarna er annað hvort um að ræða einhverja sí­msölu eða skoðanakönnun – í­ það minnsta er fyrirtækið Miðlun skráð fyrir sí­manúmerinu sem hringt var úr.

Svona hringingar fara ekkert í­ taugarnar á mér, ef hringt er á skikkanlegum tí­mum sólarhringsins og ekki í­ sí­bylju – að öðrum kosti væri mér lí­ka í­ lófa lagið að setja mig á bann-hringilistann í­ Sí­maskránni.

Það fer hins vegar í­ taugarnar á mér að þessir Miðlunar-starfsmenn skuli ekki kynna sig – þeir biðja bara um manneskjuna sem þeir vilja ná í­ og segjast svo muni hringja aftur seinna. Það er dónaskapur að kynna sig ekki í­ sí­ma þegar maður hringir í­ ókunnugt fólk. Og ennþá meiri dónaskapur að ráða fólk í­ vinnu til að standa fyrir kerfisbundnum dónaskap.

Miðlun eru skúnkar dagsins.