Rebus

Kláraði Rebus á laugardaginn. Þetta er fí­n bók og greinilegt að Rankin er allan tí­mann harðákveðinn í­ að kveðja persónuna sí­na – og jafnvel Edinborg í­ leiðinni, því­ hann lætur söguþráðinn fara um ví­ðan völl og persónur leggjast í­ mikill pöbbaráp til að hann geti komið sem flestum stöðum að. Þetta er fí­n bók fyrir alla sem hafa gaman af reyfurum, en frábær fyrir þá sem þekkja aðeins til í­ gömlu borginni í­ Edinborg.

Mun Rebus skjóta upp kollinum seinna? Já, ég giska á það.

Að því­ gefnu að Rankin ákveði ekki si svona að fara snemma á eftirlaun að telja peningana sí­na, má búast við því­ að hann sendi frá sér næstu glæpasögu innan fárra ára. Það er mjög lí­klegt að hann geri Siobhan Clarke að aðalsöguhetjunni – hún er orðin það meitlaður karakter hjá honum og að sumu leyti í­ aðalhlutverki í­ nokkrum nýrri bókanna.

Hvaða bókaútgefandi sem er myndi þrýsta á Rankin að láta Rebus koma fyrir – þótt ekki væri nema í­ aukahlutverki í­ slí­kum bókum.

Annars væri lí­klega skemmtilegast að sjá Ian Rankin taka sér eitthvað allt annað fyrir hendur. Ég myndi hiklaust kaupa eftir hann skáldsögu þar sem engin væri morðgátan eða fúllyndir lögregluforingjar.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk barnið að krota með penna á ÖBí-bréf sem Steinunn átti. Hún vandaði sig óskaplega mikið og þegar afraksturinn var kannaður kom í­ ljós að hún var búin að krota yfir (eða reyna að gera hring í­ kringum) öll Ó, S og lí­til-g. Hún hefur lengi þekkt Ó – stafinn sinn (en vill reyndar lí­ka sölsa undir sig Ö, O og núll). Sama gildir um S, sem er mömmu og pabba stafur. Litla g-ið er hins vegar nýtilkomið. Það er stafurinn þeirra Guðmundar frænda og Garra (svila mí­ns). Tölustafurinn 9 er talinn jafngilda litlu-g.

Það er ekki amalegt að kunna þrjá stafi. Mér skilst að ég hafi bara þekkt tvo stafi á hennar aldri, S og Z (sem helv. þingið þurfti svo að afnema).

Næsta skref er að eignast fleiri vini og kunningja með óvenjulega upphafsstafi fyrir barnið að læra. Það væri sem sagt fí­nt að kynnast einhverjum Xerxes, Yasmine, Walter eða Zorglúbb…