Góðir gjaldkerar eru gulls ígildi í félagsstarfi. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að góður gjaldkeri sé mikilvægari en t.d. góður formaður í stjórn.
Á dag sat ég aðalfund ísatrúarfélagsins. Þar gerðu menn þá reginskyssu að fella sitjandi gjaldkera í stjórnarkjöri – ekki vegna þess að sérstök óánægja væri með störf hans, sem eru prýðileg, heldur af nýjungagirni. Þessi ákvörðun var þeim mun ábyrgðarlausari þar sem enginn augljós kandidat er í stjórninni til að taka við verkefninu.
Ég er algjörlega gáttaður.
# # # # # # # # # # # # #
Góður heimasigur á Nottingham Forest í dag. Luton er að gera góða hluti á heimavelli, en útivallarárangurinn er afleitur.
Drógumst gegn Brentford á heimavelli í fyrstu umferð bikarkeppninnar og mætum Everton í sextán liða úrslitum deildarbikarsins á miðvikudagskvöld. Mér sýnist skúnkarnir á Sky þó ætla að leiða þá viðureign hjá sér.