Fyrstir með fréttirnar!

Óli Tynes er fréttamaður með puttann á púlsinum. Hann skrifar mikið á vefmiðilinn Ví­si, einkum furðurfréttir og sögur af frægu fólki. Á gær skrifaði hann fréttina: Ógurleg hefnd eiginkonu. Þar segir:

Bandarí­ski útvarpsþáttastjórnandinn Tim Shaw var stundum dálí­tið leiðinlegur við konuna sí­na. Þegar hún var ófrí­sk að öðru barni þeirra hringdi hann til dæmis í­ systur hennar í­ beinni útsendingu og sagði að hann hugsaði um hana þegar hann nyti ásta með frúnni.

Tim stjórnar dægurlagaþætti á útvarpsstöðinni Kerrang 105,2. Um daginn hringdi hann í­ fyrirsætuna Jodie Marsh, einnig í­ beinni útsendingu. Sagði meðal annars að hann væri tilbúinn að yfirgefa eiginkonu sí­na og tvö börn fyrir hana.

Frú Tim var einmitt að hlusta þegar þetta gerðist. Og henni var nóg boðið. Hún settist við tölvuna sí­na, fór inn á e-bay og seldi 50 þúsund dollara Lotus Esprit Turbo sportbí­l eiginmannsins fyrir einn dollara.

Hún sagði einnig að persónulegir munir eiginmannsins lægju nú á flötinni utan við hús þeirra. Þeir sem vildu mættu hirða úr þeim það sem þeir kærðu sig um.

Fjölmiðlar vestra hafa ekki náð í­ Tim Shaw vegna málsins. Talsmaður Kerrang sagði hinsvegar að hann væri niðurbrotinn yfir því­ sem hefði gerst.

Það er magnað að fjölmiðlar vestra hafi ekki náð í­ Tim Shaw vegna málsins – því­ nógu hafa þeir haft langan tí­ma til þess… Það eru nefnilega TVÖ OG HíLFT íR frá því­ að lesa mátti um þessa atburði á fréttavef BBC. – En kannski er það einmitt tí­mamismunurinn sem veldur því­ að „fjölmiðlar vestra“ hafa ekki náð í­ breska útvarpsmanninn?

Ég bí­ð spenntur eftir næsta skúbbi frá hr. Tynes.