Humar

13. nóvember er ammælisdagurinn okkar Steinunnar eins og fram hefur komið. Honum hefur sí­ðustu ár ýmist verið varið í­ pólití­sk fundarhöld eða við höfum farið út að borða. Á kvöld varð seinni kosturinn fyrir valinu.

Barnið fékk að fljóta með – og hún varð strax hrifin af hugmyndinni um að fara á veitingahús. Okkur hefur í­ seinni tí­ð lærst að tala um að „fara á veitingahús“ – því­ Ólí­na verður alltaf fyrir vonbrigðum þegar við förum „út að borða“ en reynumst svo sitja innandyra…

Laugaás varð fyrir valinu. Held ég hafi ekki étið þar frá því­ ég var krakki. Samt þykir mér alltaf vænt um Laugaás, því­ Framari leiksins fékk alltaf málsverð fyrir tvo hér á árum áður.

Við féllum fyrir humarveislunni – humarsúpa í­ forrétt og hví­tlauksristaðir humarhalar í­ aðalrétt. Afar ljúffengt.

Laugaás er annars sérkennilegur veitingastaður. Mér er til efs að margir veitingastaðir séu með humar- og villibráðarmatseðla en bjóða jafnframt upp á margar gerðir af hamborgurum. Stemningin er lí­ka svo afslöppuð að maður hikar ekki við að taka smákrakka á þriðja ári með sér, því­ það amast enginn við því­ þótt grí­sinn skottist um salinn.

Muna: fara aftur á Laugaás!

# # # # # # # # # # # # #

Á dag rakst ég á klausu í­ gamalli fundargerðarbók sem bendir til þess að Framarar hafi verið hársbreidd frá því­ að ráða sér knattspyrnuþjálfara sumarið 1947 sem var um þær mundir eitt af STÓRU nöfnunum í­ knattspyrnuheiminum.

Hver var maðurinn? – Það verður ekki gefið upp að sinni.

# # # # # # # # # # # # #

Andinn í­ glasinu er Bruichladdich, besta nýja viðbótin við viský-úrvalið í­ Rí­kinu.

Diskurinn yfir geislanum er Evergreen með Echo & the Bunnymen. Nýkominn með póstinum (já, ég er dí­nósár sem kaupi ennþá geisladiska).