FOKK, FOKK, FOKK!

Andskotinn! Enska knattspyrnusambandið er búið að gefa út kæru á hendur Luton og ýmsum fyrrum og núverandi stjórnarmönnum fyrir 50 tölusett brot á ýmsum reglum varðandi fjárreiður og bókhaldsmál. Þetta eru alvarlegar ásakanir – og (eins og stuðningsmenn hafa vitað lengi) þá er flest sem bendir til að glæpamennirnir sem stjórna klúbbnum séu sekir eins og syndin.

Miðað við refsingar sem önnur félög í­ sömu stöðu hafa hlotið, þá má reikna með því­ að við verðum felldir niður um deild – í­ það minnsta. Jafnframt mun liðið fá svimandi háa sekt og lenda í­ skaðabótakröfum sem gætu riðið klúbbnum að fullu.

Fokk, fokk, fokk…

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er komin til Madridar og verður þar á ráðstefnu um helgina. Hún lagði af stað eldsnemma í­ gærmorgun.

Farangurinn er hins vegar ekki að flýta sér jafnmikið. Með samstilltu átaki Flugleiða, Air Iberia og starfsfólks British Airways á Heathrow-flugvelli tókst að halda töskunni hennar eftir aðeins lengur í­ Bretlandi. Hún ætti þó að koma seinnipartinn.