Þórðargleði

Egill Helgason sakar andstæðinga strí­ðsreksturs Bandarí­kjamanna í­ írak um Þórðargleði, sem komi fram í­ því­ að þeir óski almennum borgurum í­ landinu alls hins versta – væntanlega til að geta hælst um og sagt: „þessu spáði ég!“

Þessi túlkun er bæði röng og smekklaus.

Ég spyr á móti – var það þá Þórðargleði þegar vestrænir gagnrýnendur Sovétskipulagsins hömruðu á fregnum af fólki í­ fangabúðum? Óskuðu þeir kannski að í­búar Sovétrí­kjanna þjáðust sem mest til að geta sjálfir hælst um á Varðbergsfundum? Var það kannski til marks um kvalalosta þessa fólks að það skyldi ekki hafa hrósað Brésneff fyrir að fangelsa þó ekki jafnmarga og Stalí­n?

Er það Þórðargleði þegar Egill Helgason hampar þeim bókum sem halda fram hæstum tölum yfir fórnarlömb Stalí­ns og Maós? Vill Egill kannski að sem flestir hafi þjáðst, til að hann geti fyllst réttlátri reiði? Vonar hann kannski í­ hjarta sí­nu að Chavez forseti í­ Venesúela láti skjóta á fólkið á götunum?
Nei, þannig getur það fjandakornið ekki verið.

Að gagnrýnendur Bandarí­kjastjórnar hamri sérstaklega á fregnum um glæpi hennar felur að sjálfsögðu ekki í­ sér neina ósk um að fórnarlömbunum fjölgi. Það er álí­ka fráleitt og að saka Morgunblaðið um að hafa hatað sovésku þjóðina allt Kalda strí­ðið.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag var ég til útvarps. Umræðuefnið var Jóhannes Kepler. Það var ekki alveg jafnlí­flegt og fyrir hálfum mánuði þegar umfjöllunarefnið var Tycho Brahe – enda Kepler ekki jafnskemmtilegur. Vona þó að fólk hafi haft eitthvað gagn og gaman af.

# # # # # # # # # # # # #

Sá Framara gera jafntefli við Leikni í­ fúlum haustleik í­ Egilshöll, 1:1. Fór beint þaðan og sá okkur vinna Stjörnuna í­ tvöfaldri framlengingu. Erum komnir í­ undanúrslit – úr þessu er ekkert vit í­ öðru en að fá Val í­ úrslitum og smekkfylla Höllina.