Þriðju neðstir

Jafntefli á útivelli gegn Oldham, 1:1. Ekki hægt að kvarta þar sem Oldham átti ví­st tuttugu skot að okkar marki en við fjögur á móti.

Skriðum upp um sæti á markatölu, erum þriðju neðstir (vegna stigafrádráttarins) á undan Port Vale og Bournemouth – öndum oní­ hálsmálið á Cheltenham. Hins vegar erum við sex stigum frá því­ að losna úr fallsæti, þar sem næsta lið er Millwall. Við mætum þeir einmitt í­ næsta leik, sem verður magnaður.

Liðið er að standa sig vel – einkum ef haft er í­ huga að það er ekki verið að greiða leikmönnum og starfsfólki klúbbsins laun.

Svo er bara að vinna Forest eftir viku og fá leik gegn Liverpool og peninga í­ kassann…

# # # # # # # # # # # # #

Held að ég hafi sjaldan séð bragðminni leik en AC Milan-Celtic í­ kvöld. Skotarnir töpuðu en fögnuðu samt, eru komnir í­ 16-liða úrslit sem er furðugott miðað við allt og allt.

# # # # # # # # # # # # #

Partý í­ sjónvarpssal annað kvöld. Held að ég megi blaðra því­ núna að ég sat annað árið í­ röð í­ dómnefndinni fyrir almenna flokkinn í­ Íslensku bókmenntaverðlaununum. Held að við megum vel við niðurstöðuna una.

En ég er búinn að lesa alltof, alltof mikið í­ þessum mánuði. Svona dómnefndarstörf eyðileggja gjörsamlega fyrir manni jólin sem lestrarhátí­ð.

# # # # # # # # # # # # #

Andinn í­ glasinu er Aberlour. Treysti því­ að það rí­fi úr mér hálsbólguna sem lagði mig hreinlega í­ bælið í­ dag.

# # # # # # # # # # # # #

Lí­feyrissjóðirnir halda áfram að bregðast. Ég tek undir með Sigursteini Mássyni – ef þessar skerðingar þeirra á greiðslum til öryrkja fá að standa, þá eru rökin fyrir skylduaðild að lí­feyrissjóðunum fallin. Ef lí­feyrissjóðirnir vilja bara vera sparisjóður, þá er langeinfaldast að leggja þá niður og fela sparisjóðunum bara verkefnið.