Nú er farið að þrefa um þingsköpin. Það er langt síðan ég kynnti lausnina á vandamálinu.
Hver eru helstu umkvörtunarefni fólkst varðandi Alþingi? Jú:
i) Þingið starfar alltof stutt. Það er hálft árið í fríi – af hverju geta menn ekki verið í vinnunni eins og annað fólk?
ii) Þingmenn sitja aldrei í sætunum sínum. Á hvert sinn sem sýnt er frá þingfundum er salurinn tómur. Þetta er óþolandi.
iii) Þingmenn eru oft að tala um einhver fáránleg smámál (heiti á ráðherrum, klæðaburð smábarna, fána í þingsalinn) – þetta verður að stoppa. Menn eiga bara að tala um eitthvað sem máli skiptir.
og
iv) Helvítis málæðið í þingmönnum er út úr öllu korti. Hvað er grætt með því að menn láti dæluna ganga tímunum saman. Þetta verður að stoppa.
– Ef við tökum þetta saman, þá virðist vandamálið vera þetta: þingmenn eru ekki að verja nógu löngum tíma í fundarsalnum, þeir tala of mikið og um of mörg mál.
Lausnin liggur beint við:
Þingmenn verði eftirleiðis skikkaðir til að sitja þegjandi í fundarsal Alþingis frá kl. 8-14. Til greina kæmi að leyfa þeim að prjóna eða leysa krossgátur til að drepa tímann. Frá kl. 14-16 yrðu svo heimilaðar umræður úr pontu.
Salomónsdómur?