Þjóðsöngurinn

Steinunn Rögnvaldsdóttir kallar eftir uppástungum að nýjum þjóðsöng.

Hér er rétt að fara í­ þarfagreiningu. Til hvers þurfum við þjóðsöng? Jú, til að peppa upp stemninguna fyrir landsleiki í­ í­þróttum. Eru einhver önnur not fyrir þjóðsöng? Jú – ef við myndum vinna gullverðlaun á Ólympí­uleikum, þá þarf að eiga þjóðsöng… en það er hvort sem er ekkert að fara að gerast.

Með öðrum orðum: eini praktí­ski tilgangur þjóðsöngsins er að hrella andstæðinga í­ fóbolta og handbolta – og koma okkar leikmönnum í­ stuð.

Á ljósi þessa ætla ég að mæla með Partýbæ með Ham.