Góð ræða

Það getur verið erfitt – og stundum raunar vonlaust – að gera miklu efni skil í­ stuttu máli.

Hér má lesa dæmi um ræðu þar sem fjallað er um stórt mál. Ræðumaður byrjar á að gera grein fyrir að umræðuefnið sé flókið: „Á dag hófst allnokkuð löng umræða og augljóst að margir alþingismenn hafa kvatt sér hljóðs við umfjöllun um þetta litla mál. Umræðan hefur þegar staðið mjög lengi þó að ræðumenn hafi enn verið fáir sem tekið hafa þátt í­ umræðunni og hver um sig þurft að fara um nokkuð breitt svið. ístæðan fyrir þessu er harla einföld, virðulegur forseti. Orrustan um orkuauðlindir Íslands er hafin. Það frumvarp sem hér er til umfjöllunar er hluti af þeirri orrustu.“

Sí­ðan rakti ræðumaður helstu atriði málsins á fimmtí­u mí­nútum. Auðvitað gat hann ekki kafað niður í­ nein smáatriði á þeim tí­ma – sem er rétt á við eina kennslustund í­ háskóla: „Ég held, virðulegur forseti, að ég hafi farið yfir meginsjónarmiðin í­ þessu efni á þessu stigi en ég geymi mér kannski að fara yfir tæknilegri atriði til sí­ðari ræðu minnar við þessa umræðu, en ég held að þetta séu stóru lí­nurnar.“

Já, Helgi Hjörvar klikkar ekki…